Lesið fyrir ævintýraverur

30.9.2020

BH-aevintyraverur-okt2020Álfaprinsessan Lísbet og orkastríðskappinn Títanía verða með okkur á laugardögum í október en þær standa fyrir lestrarþjálfun fyrir yngstu bekki grunnskóla.

Þær eiga heima í skóginum við Hvaleyrarvatn en ætla að heimsækja okkur til að hlusta á krakkana í Hafnarfirði æfa sig í lestri.

Öllum hugrökkum krökkum er velkomið að mæta í fylgd með fullorðnum og lesa fyrir ævintýraverurnar okkar. Það sem að lestrarþjálfunin er alltaf einstaklingsmiðuð þá hvetjum við foreldra til að skrá börnin fyrirfram, annaðhvort í afgreiðslu bókasafnsins, með símtali í 585 5690 eða með að senda póst á bokasafn@hafnarfjordur.is

  • Lau. 3. október kl. 13:00 - 14:00
  • Lau. 10. október kl. 13:00 - 14:00
  • Lau. 17. október kl. 13:00 - 14:00
  • Lau. 24. október kl. 13:00 - 14:00

Athugið: Takmörkuð sæti


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is