Lokun á bílastæði og Strandgötu

5.7.2019

EngirbilarATHUGIÐ! LOKUN Á BÍLASTÆÐI OG STRANDGÖTU

Vegna hátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar, sem Bæjarbíó stendur fyrir, verður bílastæðið fyrir framan Bókasafn Hafnarfjarðar LOKAÐ frá mánudeginum 8. júlí til sunnudagsins 14. júlí.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem
þetta kann að valda. Bendum á bílastæði á bak við bæjarskrifstofurnar og Bæjarbíó.

Stóru tjaldi verður komið fyrir á bílastæðinu, ásamt söluhúsum og bekkjum. Auk þess verður Strandgötu lokað að hluta á meðan á hátíðinni stendur.

Bókasafn Hafnarfjarðar verður þó að sjálfsögðu OPIÐ venju samkvæmt:
- mánudaga til fimmtudaga 10-19
- föstudaga 11-17
- lokað um helgar (júní, júlí, ágúst)


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is