Lokun safns vegna Covid - en opnað fyrir pantanir

19.10.2020

Tilkynningar-GRUNNPLAGATKæru gestir,

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða verður Bókasafn Hafnarfjarðar lokað um óákveðinn tíma.

Gildistími bókasafnsskírteina framlengist sem nemur lokun Bókasafnsins og ekki verða lagðar sektir á safnkost á tímabilinu. Skiladagur allra gagna hefur verið framlengdur til 16. nóvember

Pantanir

Á meðan bókasafnið er lokað verður hægt að panta bækur og önnur safngögn.

Tekið verður við pöntunum á milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga.


Hægt er að panta efni með því að:

  • senda tölvupóst á bokasafn@hafnarfjordur.is
  • senda skilaboð á Messenger
  • hringja í síma 664 5692

Við höfum samband þegar búið að tína til efnið og hægt verður að sækja pantanir milli klukkan 13:00 og 15.00 á virkum dögum. Vinsamlega hafið meðferðis bókasafnsskírteini eða skilríki.


Hægt er að skoða Leitir.is til að sjá hvað er til hjá Bókasafni Hafnarfjarðar:

  1. Fara inn á vefinn Leitir.is
  2. Velja safn
  3. Almenningssöfn
  4. Smella á ör hjá "Allt efni í Gegni"
  5. Velja Bókasafn Hafnarfjarðar úr listanum

Gætt verður að ítrustu sóttvarnarreglum.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is