Maíhátíð á Bókasafni Hafnarfjarðar

27.4.2018

Maifest2018Þýsk-íslenska tengslanetið (Deutsch-isländisches Netzwerk) stendur fyrir hinni árlegu maíhátíð laugardaginn 5. maí kl. 15:30 - 18:00

Hátíðin mun eiga sér stað fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar og færir sig einnig inn fyrir dyr bókasafnsins.

Þýska sendiráðið og Bókasafn Hafnarfjarðar eru stuðningsaðilar hátíðarinnar.

Maítrén verða skreytt til þess að fagna sumarkomu, það verður hlegið, dansað og maídrykkurinn (áfengislaus) drukkinn. Það verða leikir fyrir börn, tónlist, maídans og fleira.

Allir eru velkomnir!


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is