Námsaðstoð
Námsaðstoð Rauða krossins
Þriðjudagar kl. 15:00 til 17:00
Verkefnið Námsaðstoð Rauða krossins er unnið í samvinnu Bókasafns Hafnarfjarðar og Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ.
Heimavinnuaðstoðin er fyrir öll börn í 1. til 10. bekk. Markmið verkefnisins er styrkja börnin í námi og kynna fyrir þeim þjónustu bókasafnsins í tengslum við nám og áhugamál.
Heimavinnuaðstoðin verður á þriðjudögum milli kl. 15:00 og 17:00 í Fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar (gengið niður stiga hjá barna- og unglingadeild).
Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum og aðstoða við heimanámið. Sjálfboðaliðarnir eru flestir grunn- og/eðaframhaldsskólakennarar með mismunandi sérhæfingu og reynslu.