Námskeið í ættfræðiskráningu fyrir byrjendur og lengra komna á Bókasafni Hafnarfjarðar
Bókasafn Hafnarfjarðar kynnir, í samvinnu við Ættfræðifélagið og Byggðasafn Hafnarfjarðar, námskeið í ættfræði og ættmeiðsskráningu. Námskeiðið verður haldið á bókasafninu þann 21. september næstkomandi, milli 16:00 og 18:00.
Kennari er Benedikt Jónsson, formaður ættfræðifélagsins, og um hann fara í grunnatriði sem þarf að hafa í huga við upphaf ættfræðigrúsks, kynna helstu leiðir og forrit fyrir áhugasömum og fjalla um hvar má finna heimildir og upplýsingar, sama hvort leitað er nálægt í tíma eða aftur í aldir. Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér skriffæri.
Vegna takmarkana í samkomubanni er skáning á þetta námskeið. Það má ská sig með að koma í afgreiðslu safnsins, senda tölvupóst á bokasafn@hafnarfjordur.is eða hringja í síma 585 5690