Opening Up - Kvikmyndaverk eftir Sindra 'Sparkle' Frey

24.8.2020

2020_sparkle1Bókasafn Hafnarfjarðar í samvinnu við Sindra "Sparkle" Frey kynnir myndbandsverkið 'Opening Up' í sal Bókasafns Hafnarfjarðar. Verkið er á ensku, ótextað og verður sýnt tvisvar á dag frá 24. til 28. ágúst. Aðgangur er ókeypis en takmörkuð sæti vegna fjöldatakmarkana svo fólk er hvatt til að láta taka frá sæti fyrir sig með því að koma í afgreiðslu safnsins eða hringja í síma 585 5690

Athugið er verkið er ekki við hæfi einstaklinga undir 16 ára aldri.

Sindri "Sparkle" Freyr er fjöllistamaður nýútskrifaður af málarabraut Myndlistaskólans í Reykjavík. Hann hefur gefið út bækur, gert innsetningar og listsýningar en núna loksins bjó hann til kvikmynd. Sindri hefur kosið að nýta mismunandi miðlar til mismunandi verka til að koma mismunandi frásögnum til skila. Þrátt fyrir fjölbreytileika miðlanna fjalla flest hans verk um sama miðlæga efnið; sögur.
Opening Up er kvikmynd um kynlíf, hinseginleika og sögurnar sem við segjum okkur sjálfum um okkur sjálf. Í myndinni segir Sindri sögur úr lífi sínu, að alast upp hinsegin, opin sambönd, prufa BDSM og margt fleira og opnar sig þannig fyrir áhorfendum, samtímis því að mála svipmyndir úr eigin lífi og reynsluheimi

Opening Up vann Punch in the face verðlaunin á Reykjavík Fringe Festival fyrr á árinu.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is