Pönk og ljóð á Degi íslenskrar tungu
Á Degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember kl. 12:00, ætlar hljómsveitin RÓK að spila nokkur vel valin lög. Hljómsveitin samanstendur af hressum nemendum í Hraunvallaskóla sem eru óhræddir við að prófa sig áfram í tungumáli tónlistarinnar og á okkar kæru íslensku.
Þá tekur við ljóðakaróki-hljóðnemi og úrval kvera og bóka sem gestum er frjálst að spreyta sig á að flytja fyrir aðra. Að sjálfsögðu er einnig velkomið að flytja frumsamin ljóð.
Bókasafnið býður upp á (óáfengt) glögg og léttar veitingar.