Safnanótt á Bókasafni Hafnarfjarðar

30.1.2020

Safnanott_banner_graennBókasafn Hafnarfjarðar tekur sem fyrr þátt í Safnanótt og verður safnið opið til 23:00.

 • Kl. 18:00-18:20 : Verðlaunaafhending fyrir Safnanæturkeppni Bókasafns Hafnarfjarðar
 • Kl. 18:30-19:00 : Sönghópurinn Tónafljóð flytur skemmtilega Disney-lagasyrpu fyrir börn
 • Kl. 19:00-19:20 Óskar Jónasson, leikstjóri, verður með leikstjóraspjall og segir frá mynd sinni Sódóma Reykjavík
 • Kl. 19:30-22:00 Spilakvöld á bókasafninu. Komið með fjölskylduna eða vinahópinn á bókasafnið og njótið þess að eiga skemmtilega spilastund saman. 
 • Kl. 22:15-22:45 Rebekka Blöndal og Ásgeir Ásgeirsson slá botn í dagskrána með léttum djass á tónlistardeildinni.

VIÐBURÐIR ALLT KVÖLDIÐ FRÁ 18:00 TIL 23:00

 • Föndur: Thaumatrope / töfraskífa
  Komdu og föndraðu einfalt en skemmtilegt leikfang frá Viktoríutímanum og fáðu að kynnast töfrum hreyfimyndanna.
 • Nafnasamkeppni fyrir hlaðvarpsherbergi. 
  Hvað finnst þér að nýja hlaðvarpsherbergið okkar eigi að heita?
 • Skuggasögupersónur
  Gríptu vasaljós og taktu þátt í leitinni að þekktum sögupersónum í fjölnotasal (kjallara) bókasafnsins.
 • Verkum úr Safnanæturkeppni Bókasafns Hafnarfjarðar varpað á útvegg safnsins
 • Útstilling á 8 mm filmum 
  Þórir Snær Sigurðarson stillir fram munum úr 8 mm filmusafni sínu í sýningarskápnum í anddyrinu.
 • Gefins bækur
  Gríptu með þér spennandi afskrifaðar bækur í anddyrinu. 

Ekki gleyma Safnanæturleiknum á safnadu.safnanott.is!
Svaraðu þremur laufléttum spurningum og þú ert komin/n í pottinn!


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is