Safnanótt föstudaginn 2. febrúar

24.1.2018

Safnanott-ferkantad-logo-paintBókasafn Hafnarfjarðar tekur þátt í Safnanótt, föstudaginn 2. febrúar, í ár líkt og síðustu ár. Búið er að setja saman fjölbreytta dagskrá og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið verður upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til kl 23.00.

VIÐBURÐIR ALLT KVÖLDIÐ FRÁ 18-23

 • Ratleikur með geimveruþema
  Frábær skemmtun fyrir alla. Dregið verður úr réttum lausnum þriðjudaginn 6. febrúar 2018 og hljóta þrír heppnir þátttakendur vinning.
 • Legokarlasýning 
  Um það bil 150 mismunandi legokarlar í eigu starfsfólks hefur verið komið fyrir í sýningarskápnum í anddyri bókasafnsins. Sjón er sögu ríkari. 
 • Pallett - kaffihús 
  Við sköpum kaffihúsastemningu á fyrstu hæð bókasafnsins í samstarfi við Pallett sem selur veitingar. Það er tilvalið að gæða sér á góðgæti frá þeim yfir skemmtiatriðunum. 
 • Ókeypis bækur 
  Við gefum afskrifaðar bækur og gjafabækur sem ekki nýtast safninu. Margar fróðlegar og skemmtilegar bækur fyrir alla í leit að nýjum eigendum. 

VIÐBURÐIR MEÐ AÐRAR TÍMASETNINGAR 

 • Kl. 18 : Ferðin til Mars - upplestur
  Eyrún Ósk Jónasdóttir les úr nýrri bók sinni og Helga Sverrissonar sem kom út fyrir jól. Ferðin til Mars er skemmtileg og spennandi bók fyrir börn og unglinga. 
 • Kl. 18-20 : Geimverugerð
  Hvernig heldur þú að geimverur líti út? Grænar, gráar, loðnar, eineygðar? Komdu við á barnadeild, gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn og föndraðu þína eigin. 
 • Kl. 18-20 : Kattholt 
  Hægt verður að kaupa ýmiskonar varning til styrktar félaginu. Einnig verður hægt að skoða myndir af kisum í heimilisleit og kynna sér starfsemi Kattholts. 
 • Kl. 18:30 : Leikfélag Flensborgarskólans
  Leikfélag Flensborgarskólans sýnir söngatriði úr leikgerð kvikmyndarinnar Pitch Perfect sem frumsýnd verður í Gaflaraleikhúsinu í mars. 
 • Kl. 18:45 & 19:15 : Sögustund á annarri plánetu 
  Eitthvað undarlegt virðist hafa lent inni í bókageymslunni við barnadeildina. Við hvetjum öll börn til að koma og kanna málin nánar og hlusta í leiðinni á skemmtilega sögu. 
 • Kl. 19 : Gaflaraleikhúsið 
  Leikarar Gaflaraleikhússins sýna atriði úr nýjum fjölskyldusöngleik, Í skugga Sveins, sem frumsýndur verður þann 4. febrúar næstkomandi. 
 • Kl. 19:30-20:30 : Árnýgurumi
  Amigurumi felur í sér að hekla litlar fígúrur o.fl. í þrívídd. Árný Hekla Marinósdóttir (Árnýgurumi) leiðbeinir áhugasömum um helstu undirstöðuatriði í amigurumi hekli. 
 • Kl. 21 : Eru til aðrar geimverur?
  Sævar Helgi veltir fyrir sér ýmsum spurningum varðandi líf á öðrum hnöttum. Ef veður leyfir gefst gestum tækifæri til að kíkja í gegnum sjónauka. 
 • Kl. 21 : Mars Attacks! - bíó 
  Stjörnum prýdda geimveru-grínmynd Tim Burtons frá 1996 verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins. Athugið að myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. 
 • Kl. 22 : Auður - tónleikar 
  Lista- og raftónlistarmaðurinn AUÐUR tekur lög af frumraun sinni, Alone, sem kom út í fyrra. Dúnmjúk R&B tónlist með ástríkum textum um einmanaleika og þrár. 

SAFNANÆTURSTRÆTÓ
Frítt er í sérstakan safnanæturstrætó á milli allra safnanna á höfuðborgarsvæðinu. 

SAFNANÆTURLEIKURINN
Hægt er að taka þátt í skemmtilegum Safnanæturleik með því að svara laufléttum spurningum og safna stimplum frá a.m.k. þremur mismunandi söfnum á Safnanótt. Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilegan vinning. Dregið verður úr Safnanæturleiknum 15. febrúar. 


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is