Sögustund laugardaginn 19. maí kl. 14

16.5.2018

SkyndihaedLaugardaginn 19. maí kl. 14:00 ætlar Guðrún Kristinsdóttir þýðandi að bjóða í notalega sögustund á barnadeild Bókasafns Hafnarfjarðar og lesa úr bókinni Á Skyndihæð eftir Benji Davies og Lindu Sarah. 

Þetta er hugljúf saga fyrir börn á aldrinum 3-8 ára og var gefin út á íslensku núna í vor. 
Allir eru velkomnir! 

Um bókina: 
Björn og Úlfur eru bestu vinir og leika sér löngum stundum á Skyndihæð. Dag einn kemur nýr drengur og vill slást í hópinn. Verður vináttan söm ef tveir verða þrír?


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is