Starfsdagur á Bókasafni Hafnarfjarðar föstudaginn 18. september

15.9.2020

Bh_lokad_starfsdagurNú ætlum við að fá að loka að okkur í smá stund og taka hressilega til (og vonandi finna starfsmanninn sem varð undir bókakassaskriðunni í kjallaranum í síðasta mánuði), svo bókasafnið verður lokað föstudaginn 18. september.

Auðvitað verður skilalúgan opin, svo það þarf ekki að örvænta, og við opnum að sjálfsögðu klukkan 11:00 laugardaginn 19. september. 

Búið er að flytja skiladag allra þeirra gagna sem átti að skila 18. september yfir á mánudaginn 21. september. Það má senda okkur skilaboð og tölvupóst sem við svörum eftir bestu getu. 


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is