Sumarlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar
Sumarlestur fyrir krakka sem lesa sjálfir og fyrir krakka sem lesið er fyrir
Hið árlega sumarlestursátak Bókasafns Hafnarfjarðar er hafið og stendur til 17. ágúst.
- Lestrarhestur vikunnar verður dreginn úr rauða póstkassanum á barnadeildinni í hverri viku og fær verðlaun fyrir.
- Allir sem skila inn lestrardagbók í lok sumars fá glaðning.
- Uppskeruhátíð þann 1. september!
- Við gerum okkur glaðan dag, grillum og drögum út enn fleiri vinninga.