Sumarlestur og uppskeruhátíð

24.8.2020

2020_uppskeruhatidVarðandi sumarlestur og uppskeruhátíð.

Þar sem við verðum að gera hlutina aðeins öðruvísi þessa dagana þá verður því miður ekki uppskeruhátíð, en við munum taka við lestrardagbókunum hér á safninu frá og með mánudeginum.

Allir sem skila inn bókum fá glaðning og fara í verðlaunapottinn sem við drögum úr þann 15. september.

Það eina sem þarf að gera er að mæta með lestrardagbókina sína í afgreiðslu bókasafnsins.

Við hlökkum til að sjá ykkur!


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is