Sýndu lit - hinsegin dagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar

22.7.2020

Dagskrain-frestadFRESTAÐ! 

Því miður neyðumst við til að fresta þessum viðburðum vegna hertra sóttvarnarráðstafana.

Vonumst til að geta boðið upp á þessa viðburði seinna þegar Viðir og tveggja metra reglan leyfa. 

- - -

Gleðin er handan við hornið!
Fögnum fjölbreytileikanum og lífinu.

Við erum búin að skella saman hinsegin dagskrá á Bókasafni Hafnarfjarðar dagana 4. - 7. ágúst.

 • 4. - 7. ágúst - Allskonar ég, allskonar þú, allskonar við
  Sjálfsmyndasýning í speglasal
 • 4. ágúst kl. 17:30
  Drag: leiklistarfræðileg nálgun - pallborðsumræður
  Agnes & Egill Wild
 • 5. ágúst kl. 16:30-18:30
  Hinsegin hittingur
  Kaffi og kruðerí. Hittingurinn verður í fjölnotasal bókasafnsins
 • 6. ágúst kl. 16:30
  Góðan dag FAGGI!
  Einleikssöngleikur eftir Bjarna Snæ, Grétu Kristínu og Axel Inga

  Verkið er sjálfsævisögulegur heimildaeinleikjasöngleikur og er í senn berskjaldandi endurlit til fortíðar, óborganlega fyndið, sorglegt, einlægt og spennandi.

Fylgist með spennandi hlaðvörpum sem við munum birta daglega á Facebooksíðu bókasafnsins yfir gleðidagana!


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is