Vetrarfrí, dagskrá bókasafnsins

18.10.2017

Vetrarfri2017Við bjóðum grunnskólabörn í Hafnarfirði sérstaklega velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu. Á barna- og unglingadeild verður hægt að spila og lita skemmtilegar myndir. 

Fimmtudagur 19. október
Leitin að landsliðinu! 
Spennandi ratleikur verður í gangi allan daginn sem leiðir þig um bókasafnið í leit að landsliðsmönnunum okkar í fótbolta. 

Föstudagur 20. október 

  • Kl. 12: BÓKASAFNSBÍÓ - Leynilíf gæludýra 
  • Kl. 14: BÓKASAFNSBÍÓ - Cats and dogs
Athugið að á föstudeginum verða einnig ókeypis útlán á barna- og fjölskyldu DVD-myndum (teiknimyndum og fjölskyldumyndum).


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is