Viðburðir á Bókasafni Hafnarfjarðar í júní

28.5.2020

2020_dagatal_juni_myndNú hristum við af okkur kófið og Bókasafn Hafnarfjarðar verður með viðburði og skemmtilegheit í júní. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Bókasafnið er svo að sjálfsögðu opið venju samkvæmt.

Dagatalið er aðgengilegt með því að smella hér.

 • 2. júní - Sumarlestur hefst. Sérfræðingar barna- og ungmennadeildar aðstoða við val á lesefni 15:00-17:00
 • 4. júní - Micro:bit námskeið kl 17:00 - Skráning
 • 9. júní - Söngsveitin Garún í tónlistardeild kl 16:10 / Sögustund í barnadeild kl. 17:00
 • 10. júní - Handverkshópur milli 17:00 og 19:00
 • 11. júní - Python kóðunarnámskeið - Skráning
 • 15. júní - Sumarlestur og fjölskildustund milli 15:00 og 17:00
 • 17. júní - Létt þjóðhátíðardagskrá
 • 18. júní - MakeyMakey námskeið - Skráning
 • 23. júní - Einhverfukaffið kl. 16:00
 • 25. júní - Dzień biblioteki Polskiej / Dagur pólska safnsins
 • 26. júní - Sumarlestur og fjölskyldustund milli 13:00 og 15:00
 • 30. júní - Sögustund 15:00


Sumarlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar

 • 1.6.2020 - 31.8.2020

Sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar hefst þann 1. júní og allir hressir krakkar geta skráð sig til leiks á bit.ly/sumarlestur2020 og verið með. Það skiptir ekki máli hvort að við lesum sjálf eða einhver lesi fyrir okkur, aðalmálið er að vera með. Lestrardagbækur er hægt að fá í grunnskólunum og svo hjá Bókasafni Hafnarfjarðar. Þeir sem vilja geta líka skrifað bókaumsagnir og komið til safnsins í þartilgerðan kassa.

Á hverjum föstudegi í allt sumar verður Lestrarhestur vikunnar dreginn úr bókaumsögnunum og hlýtur hann verðlaun. Eftir 14. ágúst geta þátttakendur skilað lestrar-dagbókunum sínum á bókasafnið.

5. september drögum verður svo dregið úr þeim lestrardagbókum sem borist hafa og verðlaun veitt. Þá verður einnig haldin uppskeruhátíð og við gerum okkur glaðan dag og fögnum góðum lestrarárangri sumarsins.


Söngsveitin Garún á Bókasafni Hafnarfjarðar

 • 9.6.2020, 16:00 - 16:30

Garúnarhópurinn kemur í heimsókn á Bókasafn Hafnarfjarðar og flytur nokkur velvalin lög af sinni alkunnu snilli, en meðlimir sérhæfa sig í undirleikslausri tónlist, allt frá Chopin til Billy Joel.

Komdu, hlýddu á og njóttu, á tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar.


Unglingaforritun á Bókasafni Hafnarfjarðar

 • 11.6.2020, 17:00 - 19:00

Python forritunarkennsla fyrir 14-16 ára á Bókasafni Hafnarfjarðar fimmtudaginn 11. júní 2020 kl. 17:00 - 19:00.

Lýsing námskeiðis:
Python námskeið er fyrir unglinga 14-16 ára. Farið verður í grunnatriðin í forritunarmálinu Python, en Python er eitt vinsælasta forritunarmálið í dag og er notal m.a. af Google, Wikipedia, NASA of CERN. Ekki er nauðsynlegt að vera með neinn grunn í forritun til að vera með á námskeiðinu

Tölvunarfræðinemendur leiðbeina.

Hámark 15 þátttakendur og skráning nauðsynleg. Tekið verður inn á biðlista og látið vita ef pláss losnar.

Skráning fer fram hér: https://bit.ly/python11juni2020


Krakkaforritun á Bókasafni Hafnarfjarðar

 • 18.6.2020, 17:00 - 19:00

Makey Makey krakkaforritun fyrir 6-12 ára á Bókasafni Hafnarfjarðar fimmtudaginn 18. júní 2020 kl. 17:00 - 19:00.

Lýsing námskeiðis:
Farið er dýpra í einingaforritun sem við tengjum svo Makey Makey fjarstýringu og við tölvuna. Til dæmis er hægt að tengja banana eða leir við Makey Makey og látið bananann eða leirinn haga sér eins og takkar á tölvunni.

Tölvunarfræðinemendur leiðbeina.

Hámark 15 þátttakendur og skráning nauðsynleg.

Skráning fer fram hér: bit.ly/scratchmakey18juni


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is