Netkaffi
Netkaffi
Í glerhýsi á 2. hæð eru fjórar tölvur með netaðgangi, Office, USB-tengjum, o.fl. Tímakóðar eru afhentir í upplýsingaþjónustunni.
15 ára aldurstakmark.
- Ókeypis aðgangur að Internetinu.
- Notendur þurfa að muna að skrá sig út úr tölvunum ef ætlunin er að nýta afgangs tíma síðar.
- Ekki er hægt að vista gögn í tölvunum.
- Útprentun kostar 30 kr. hvert blað (A4, svarthvítt)
- USB-tengi fyrir minnislykla
Þráðlaust net
Viðskiptavinir geta tengst Internetinu gjaldfrjálst með fartölvum sínum, spjaldtölvum og símum.
Þráðlaust gestanet er aðgengilegt á öllu bókasafninu.
- Starfsfólk reynir að sjá til þess að þráðlausa netið virki. Það skal þó tekið fram að ef netnotendur lenda í vandræðum með að tengjast þráðlausa netinu vegna stillinga í eigin tölvum/spjaldtölvum/símum þá er starfsfólki ekki heimilt að vinna í tölvum viðskiptavina.
Uppflettitölvur
Á bókasafninu eru fjórir uppfletti-iPadar. Ekkert gjald er fyrir notkun þeirra en þeir eru aðeins ætlaðir fyrir leitir á Leitir.is.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla