Draugabærinn Hafnarfjörður
Það verður draugaleg stemning á Bókasafni Hafnarfjarðar föstudaginn 31. október.
Draugalegum bókum verður stillt upp bæði á 2. hæð og á barna- og unglingadeild. Einnig verður hryllingsmyndum stillt upp á 1. hæð auk þess sem drungaleg tónlist verður spiluð á tónlistardeild.
- Kl. 16:00 - 19:00 „Draugakompa“ á barna- og unglingadeild. Fáðu lánað vasaljós og sjáðu hvað leynist í myrkrinu.
- Kl. 18:00 Lesið úr draugasögum í draugalegu umhverfi á barna- og unglingadeild.