Handavinnuhópur

mynd af handavinnuhópi bókasafns hafnarfjarðarHandavinnuhópur Bókasafns Hafnarfjarðar er opin samkoma allra handóðra, sama hvort skal prjónað, saumað, heklað eða bróderað og hentar bæði þeim sem hafa aldrei á prjónum snert jafnt sem atvinnuprjónavélum.

Hópurinn hittist á annari hæð safnsins í hringrýminu hjá prjónablöðunum og handverksbókunum og hittist að jafnaði annan hvern miðvikudag frá kl. 17:00 - 19:00.

Boðið er upp á aðstoð og kennslu í grunnatriðum, en Aðalbjörg Sigþórsdóttir mun leiða hópinn og vera bæði byrjendum og lengra komnum innan handar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á handavinnu að mæta og eiga notalega stund saman.

Hópurinn hittist á eftirfarandi dögum vormisserið 2020:

  • 18. mars
  • 1. apríl
  • 15. apríl
  • 29. apríl
  • 13. maí
  • 27. maí
  • 10. júní

Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-hópnum Handavinnuhópur Bókasafns Hafnarfjarðar.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is