Safnanótt

12.11.2012

Safnanótt verður haldin hátíðleg föstudaginn 8. febrúar frá kl. 19:00 til 24:00. Söfn á höfuðborgarsvæðinu, þar með talið Bókasafn Hafnarfjarðar, Byggðasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg, opin til miðnættis og boðið verður upp á skemmtilega viðburði og sýningar. Dagskrá verður borin í hús með Fréttablaðinu. Ókeypis „safnanæturstrætó“ gengur á milli safnanna.

Dagskrá Safnanætur á Bókasafni Hafnarfjarðar

Frá kl. 19:00 til 24:00 verður boðið upp á eftirtaldar sýningar:

 • Dúkkulísurnar
  Hljómsveitin Dúkkulísurnar sýnir muni frá ferli sínum. Hljómsveitin var stofnuð árið 1982 og vann Músíktilraunir ári síðar. Hver man svo ekki eftir „Pamelu í Dallas“?
 • Hraunið í myrkrinu
  Helga Ingólfsdóttir sýnir einstakt handverk unnið úr hrauni. Helga vinnur einnig með lýsingu. Sýningin á einkar vel við í „bænum í hrauninu.“
 • Magnað myrkur - listasýning leikskólabarna
  Börn frá Leikskólanum Hvammi sýna verk tengd „mögnuðu myrkri.“ Meðal listaverka þeirra er stór tröllskessa.
 • Ratleikur um bókasafnið
  Vegleg verðlaun í boði Gló, Ísbúðar Vesturbæjar og Bókasafns Hafnarfjarðar. Dregið verður úr réttum lausnum 11.02.2013.

Eftirtaldir viðburðir standa ekki allt kvöldið heldur eru á afmörkuðum tímum:

 • Kl. 19:00 - 20:30
  Spáð í spilin!

  Sigríður Klingenberg spáir fyrir gestum Safnanætur. Fólk fær að draga spáspil og -steina.
 • Kl. 19:30 - 21:30
  Kvikmyndasýning í fjölnotasal á vegum Goethe Institut, þýska bókasafnsins

  Renn wenn du kannst
  Ben, sem er í hjólastól, myndar ásamt aðstoðarmanni sínum og ungri konu ástarþríhyrning og reynir það töluvert á vináttuna.
 • Kl. 20:30 - 21:00
  Karlakór Sjómannaskólans
  Kórinn syngur nokkur lög og er um að gera að mæta og hlusta á kröftugan söng.
 • Kl. 21:30 - 23:30
  Kvikmyndasýning í fjölnotasal á vegum Goethe Institut, þýska bókasafnsins
  Drei
  Par á fimmtugsaldri verður ástfangið af sama manninum. Málin flækjast svo verulega þegar konan verður ólétt.
 • Kl. 22:00 - 23:00
  CeaseTone - Hafsteinn Þráinsson
  Hafsteinn tekur lagið og kynnir um leið disk sinn, „Pandora's Music Box.“

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is