Óskum eftir nýrri sýningu

18.2.2013

Á 1. hæðinni er staðsettur sýningarskápur sem er þessa stundina heldur tómlegur. Eru einhverjir áhugasamir safnarar sem hafa áhuga á að sýna söfn sín? Við höfum til dæmis fengið að sýna safn Pez-karla, postulín, skó, hljóðfæri, frímerki og alls konar skemmtileg söfn. Áhugsamir endilega hafi samband við starfsfólk svo við losnum við þessa „ósýnilegu“ sýningu sem er í gangi núna.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is