Upplýsingaþjónusta

Upplýsingaþjónustan er staðsett á 2. hæð. Þar eru ávallt tveir starfsmenn á vakt, bókasafns- og upplýsingafræðingur og bókavörður. Viðskiptavinir geta leitað til upplýsingaþjónustunnar og fengið aðstoð við heimildaleitir, leit í safnkosti, beiðnir um millisafnalán, kennslu á uppflettitölvur, ráðgjöf við val á lesefni og margt fleira.


Upplýsingaþjónustan er veitt: 

  • á staðnum 
  • í gegnum síma (585 5690) 
  • í tölvupósti (bokasafn@hafnarfjordur.is)  

Reynt er að leysa úr öllum fyrirspurnum á sem skemmstum tíma. Flóknari heimildaleitir geta þó tekið lengri tíma ef vel á að vera og má þá gera ráð fyrir afgreiðslu næsta dag.

Millisafnalán eru í boði gegn gjaldi ef gagn er ekki til í safnkosti Bókasafns Hafnarfjarðar. Þó skal tekið fram að almenningsbókasöfn á höfuðborgarsvæðinu lána ekki millisafnalán sín á milli. 

Einnig er hægt að gera innkaupatillögu sé gagnið ekki til og mun starfsfólk reyna að verða við óskum viðskiptavina eftir föngum.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is